17.12.1948
Neðri deild: 42. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2096 í B-deild Alþingistíðinda. (2982)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Síðastl. mánudag spurðist ég fyrir um frv., sem ég lagði fram fyrir 5 eða 7 vikum, og þá var það upplýst, að það hefði verið afgr. af n., þ. e. a. s. að n. hefði gengið frá því á fundi sínum fyrir síðustu helgi. Nú er senn liðin vika síðan, og n. hefur ekki enn sent frá sér nál. Ég vil nú spyrjast fyrir um það, hvort þessi n. muni ekki sjá sér fært, af því að þetta er smámál, að gefa út nál., úr því að hún er búin að samþ. að mæla með málinu. Það er óhæfilega langur dráttur, að nál. skuli ekki vera komið fram viku eftir, að n. hefur gengið frá málinu. Þetta er fjhn.