27.01.1949
Neðri deild: 53. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2097 í B-deild Alþingistíðinda. (2990)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Sigurður Kristjánsson:

Ég ætla ekki að tefja fundinn með því að ræða þetta mál, því að sennilega verður tækifæri til þess, ef hv. frsm. kemur inn í d. En það er dálítið hart fyrir mig að taka það sem góða og gilda vöru, að sífellt sé vísað til manns, sem ekki er viðstaddur. Fyrst er kosinn maður til framsögu, sem er ekki viðstaddur í n. og ekki er vitað, hvort er málinu fylgjandi eða andstæður því, og svo er vísað til hans til að svara, þegar hann er ekki hér í d. En eins og ég sagði, er ástæðulaust að þjarka um svona mál, þegar það er ekki á dagskrá, en ég vona, að þm. sjái, að meðferðin á þessu máli er ákaflega óvenjuleg og varla til fyrirmyndar fyrir hv. þingdeild.