09.02.1949
Neðri deild: 60. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1838 í B-deild Alþingistíðinda. (3027)

120. mál, menntaskólar

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Herra forseti. Hv. 1. flm. sagði, að sér leiddist, hvernig ég tæki í málið. Það eina, sem ég hef gert, er að skýra frá mínu sjónarmiði og upplýsa staðreyndir málsins og óska þess, að hv. menntmn. athugaði það gaumgæfilega og hlutlaust. Ég hef varað við vissum atriðum og þarf ekkí að endurtaka það. — Þá sagði hv. flm., að ég hefði viljað láta svo vera, að fáir gagnfræðadeildarnemendur hefðu verið í heimavist Menntaskólans á Akureyri í vetur. Ég kann ekki við þetta orðalag, því að ég upplýsti að eins þær staðreyndir, sem ekki er hægt að raska og fara á engan hátt eftir því, sem ég kann að vilja vera láta.