17.05.1949
Neðri deild: 113. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 1900 í B-deild Alþingistíðinda. (3112)

193. mál, skipun læknishéraða o. fl.

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Mér virðast þetta skaðlausar breytingar, sem gerðar hafa verið á frv., en ég verð að segja það, að mér finnst óviðfelldið, að þm. viti ekki, hvernig frv. lítur út, sem þeir greiða atkv. um. Ég tek algerlega trúanleg þau orð hv. þm. Snæf., að hér sé aðeins um breyt. á formsatriðum að ræða, en engar efnisbreytingar, en ég get ekki skilið, hvað það hefur átt að þýða hjá háæruverðugri Ed. að vera að fikta með breyt., sem eru einskis virði, og þvæla þannig málið.