28.04.1949
Neðri deild: 94. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2160 í B-deild Alþingistíðinda. (3182)

Málshöfðunarleyfi gegn þingmanni

Ólafur Thors:

Það er bara út af þessari yfirlýsingu hv. þm. V-Húnv. Þetta rekst ekkert á það, sem ég hef sagt. Form. sagði, að þeir hefðu allir verið sammála um, að annaðhvort yrði þetta 5.000 kr. eða ekki neitt. Hv. þm. V-Húnv. segir, að þeir hafi að lokum orðið sammála um að gera engar kröfur, og það sama segir form. En form. segir, að hv. 4. þm. Reykv. hafi viljað fá borgun, en hætt við, þegar þm. V-Húnv. og þm. Barð. vildu ekki taka borgun.