16.12.1948
Efri deild: 36. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2165 í B-deild Alþingistíðinda. (3208)

Fjarvistir þingmanna

Hannibal Valdimarsson:

Ég stóð ekki upp til þess að bera af mér neinar sakir, því að ég þykist oftast hafa verið mættur, þegar þingfundir hafa verið. En ég tók eftir því, að hæstv. forseti sagði, að dagskráin væri borin til þm., og væri fjarvera þeirra því ekki vegna þess, að þeir vissu ekki um fundina eða hvað á dagskrá væri. Ég held, að þetta sé ekki með öllu rétt. Ég held, að mér hafi ekki verið borin dagskrá, hvorki í fyrravetur né það sem af er þessum vetri, svo að ég hef ekki haft hugmynd um það, fyrr en ég hef grennslazt eftir því sjálfur. Má vera, að svo sé um fleiri þm.