03.05.1949
Neðri deild: 97. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2167 í B-deild Alþingistíðinda. (3215)

Varamaður tekur þingsæti

forseti (BG):

Forseta hefur borizt svo hljóðandi bréf frá Hallgrími Benediktssyni, 3. þm. Reykv.:

„Með því að ég er á förum til útlanda og verð fjarverandi næstu vikur, óska ég þess, með skírskotun til 144. gr. l. nr. 80 1942, um kosningar til Alþingis, að varamaður minn, Axel Guðmundsson skrifstofumaður, (1. varamaður, Auður Auðuns, er forfallaður), taki sæti mitt á Alþingi í fjarveru minni.“

Ég vil bjóða hinn nýja þm., Axel Guðmundsson, velkominn til þings. Kjörbréf hans hefur áður verið rannsakað, þar sem hann hefur áður átt sæti á Alþingi á kjörtímabilinu.