18.05.1949
Sameinað þing: 113. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2175 í B-deild Alþingistíðinda. (3244)

Þinglausnir

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Í ríkisráði í gær var gefið út svolátandi bréf handhafa valds forseta Íslands:

„Handhafar valds forseta Íslands samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar, forsætisráðherra, forseti sameinaðs Alþingis og forseti hæstaréttar, gera kunnugt:

Að vér veitum hér með forsætisráðherra, Stefáni Jóh. Stefánssyni, umboð til þess í voru nafni að slíta Alþingi, 68. löggjafarþingi, er það hefur lokið störfum.

Gert í Reykjavík, 17. dag maímánaðar 1949.

Stefán Jóh. Stefánsson (Sign.)

Jón Pálmason (Sign.)

Árni Tryggvason (Sign.)

(L. S.)

Bréf handhafa valds forseta Íslands um þinglausnir.“

Með því að þetta reglulega Alþingi hefur lokið störfum, segi ég þinginu slitið.