15.11.1948
Neðri deild: 17. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í C-deild Alþingistíðinda. (3259)

18. mál, byggingarmálefni Reykjavíkur

Jörundur Brynjólfsson:

Brtt. þessi kom fram eftir að n. hafði afgr. málið. Efni þessarar till. er vafalaust gagnlegt, ef að lögum yrði, og gæti þess vegna haft allmikla þýðingu. En ef brtt. yrði samþ. og þetta ákvæði sett inn í löggjöfina um byggingarmálefni Rvíkur, þá tæki það aðeins til Rvíkur einnar, en ekki annarra staða, eins og þyrfti að vera. Hins vegar er þannig ástatt um þetta mál, að n. hefur mælt með því, að frv. yrði samþ. óbreytt, og kann ég ekki við að breyta til frá þeirri ákvörðun, sem n. tók, og segi þess vegna nei.

Frv. samþ. með 19 shlj.. atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: IngJ, JóhH, JG, JPálm, JS, JörB, KTh, SigfS, SK, StJSt, StSt, ÁÁ, EOl, EmJ, FJ, GTh, GÞG, HÁ, BG.

PÞ, SkG, StgrSt, HelgJ greiddu ekki atkv.

12 þm. (HermG, JJ, LJós, ÓTh, PO, SB, SG, SEH, ÁkJ, BÁ, EystJ, HB) fjarstaddir.

1 þm. gerði svofellda grein fyrir atkv. sínu: