07.03.1949
Neðri deild: 76. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í C-deild Alþingistíðinda. (3304)

88. mál, húsaleiga

Hallgrímur Benediktsson:

Það er örstutt fyrirspurn. Þetta er í annað skiptið, sem 7. dagskrármálið er tekið á dagskrá án þess að það komi til umr. Á ég þar við 88. mál, um húsaleigu. Mér er ekki ljóst, hvað er því til fyrirstöðu, að málið sé tekið fyrir, — hvort hér stendur á nál. meiri hl. eða hvort það er tvískipt eða hvort forseti veit nokkuð um það, því að það er þýðingarlaust að taka málið á dagskrá dag eftir dag án þess að taka það fyrir til umr.