10.03.1949
Neðri deild: 78. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í C-deild Alþingistíðinda. (3310)

88. mál, húsaleiga

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Mér þykir það furðulegt að heyra því haldið fram, að þetta mál sé flutt fyrir tilmæli hæstv. forsrh. (JóhH: Það sagði ég ekki. Þetta er útúrsnúningur hjá hv. þm.). Allshn. hefur ekki hraðað málinu, þar sem n. hafði fengið upplýsingar um það, að hæstv. forsrh. ætlaði að leggja fyrir stj. till. um breyt. á húsaleigul. Minni hl. kaus þó að afgreiða málið. Fyrst hæstv. forsrh. hefur óskað þess, að málinu verði frestað, skil ég vel, að hæstv. forseti verði við þeirri beiðni.