10.03.1949
Neðri deild: 78. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 42 í C-deild Alþingistíðinda. (3313)

88. mál, húsaleiga

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Athugasemd hv. þm. Ísaf. er þýðingarlaus. Það liggur ljóst fyrir, að frv. er sprottið upp úr tilmælum hæstv. forsrh. Hv. þm. þarf ekki að snúa út úr orðum mínum. N., sem forsrh. skipaði, gat ekki komið sér saman, og nú segir hv. 4. þm. Reykv., að annað frv. muni spretta upp úr athugun n. Nú er í uppsiglingu annað frv. Bæði frv. eru komin fram vegna þess, að hv. n. hefur eigi komið sér saman, Hv. 5. þm. Reykv. flytur það ásamt öðrum. Hæstv. forsrh. hefur staðið fyrir því að koma öðru frv. á laggirnar, og við vitum, að það mun koma fram af sömu ástæðu og hitt.