05.04.1949
Neðri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í C-deild Alþingistíðinda. (3349)

88. mál, húsaleiga

Jörundur Brynjólfsson:

Ég hefði búizt við varðandi flutning þessa frv., að það vekti fyrir hv. flutningsmönnum að fá lagfæringu á þessu máli. Þó að e. t. v. sé stefnt að afnámi l., hefði ég haldið, eftir upplýsingunum að dæma, að menn hefðu kosið að vinna tíma, áður en l. væru afnumin. Einnig hafði ég ástæðu til að ætla, að menn vildu jafnrétti hér í bæ. Þar eð engu slíku er hér til að dreifa, þá get ég eigi verið slíkri málsmeðferð fylgjandi og segi því nei.