25.11.1948
Efri deild: 19. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í C-deild Alþingistíðinda. (3442)

76. mál, jeppabifreiðar

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins segja nokkur orð út af nefndarskipun í málinu. Það er búið að stinga upp á, að því verði vísað til hv. landbn. af hv. flm. En hæstv. viðskmrh. hefur stungið upp á, að málinu verði vísað til hv. fjhn.

Í hv. Nd. er frv. svipað og þetta, sem hér liggur fyrir, um innflutning á jeppum. Og finnst mér ekki fjarri að láta þessi jeppafrv. lenda hjá sömu n. í báðum d., en frv. í hv. Nd. var vísað til hv. fjhn. Og ég tel í raun og veru réttara, að þetta mál lendi einnig f fjhn., því að þótt þetta frv. sé að nokkru leyti annars eðlis þá er það ekki það að öllu leyti. Það á að smala og verja land á Þingvöllum með þeim jeppa, sem ræðir um í frv. hv. Nd., og fer ég ekki lengra út í það. Ég er hvort sem er í báðum þessum n. og kemst því ekki undan því, að þessir jeppar, sem hér er um að ræða, verði keyrðir á mig. En ég tel eðlilegra, að málið fari til fjhn.