26.11.1948
Efri deild: 21. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 165 í C-deild Alþingistíðinda. (3449)

76. mál, jeppabifreiðar

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Ef hv. þm. Str. hefði verið í d. í gær, hefði hann fengið svar við fsp. sinni. Um s. l. áramót voru á 4. hundrað leyfi óinnleyst, þau er óinnflutt var fyrir. Af þeim var búið að greiða um helming (tæp 200). Þannig er háttað, að opnaður er rembours ábyrgðarreikningur — fyrir leyfunum í bankanum, síðan gerir fyrirtækið pöntun. En afgreiðslan á vörunni kann að dragast fram yfir áramót, þó að greiðslan sé innt af hendi fyrir áramót.