11.11.1948
Efri deild: 11. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í B-deild Alþingistíðinda. (36)

26. mál, happadrættislán ríkissjóðs

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það gleður mig, að hv. frsm. fjhn. og n. í heild hafa séð villu síns vegar og komið fram með brtt. á þskj. 90. Ég skal með ánægju taka mína till. aftur. Henni var kastað fram í gær til þess að opna augu manna fyrir því, hve lögin eru vitlaus. Hér með tek ég hana aftur. Það er gott að vita, að þetta atriði er svo ljóst, að það þarf ekki að valda deilum í framtíðinni, en það hefði það gert, ef það hefði ekki verið umbætt.