28.01.1949
Neðri deild: 54. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 273 í C-deild Alþingistíðinda. (3622)

44. mál, jeppabifreiðar

Ásgeir Ásgeirsson:

Herra forseti. Ég sé, að hv. frsm. n., sem um þetta mál hefur fjallað, er ekki viðstaddur, og vil því láta þess getið, að enda þótt n. hafi ekki skilað áliti, þá eru allir nm. á einu máli um það, að Alþ. geti ekki gefið leyfi sem þetta, er hér um ræðir. Þegar Alþ. er búið að ákveða með lögum, að sérstök stofnun skuli hafa með slíkar leyfisveitingar að gera, þá getur það ekki brotið þannig sínar eigin gerðir með því að ganga fram hjá stofnuninni og ekki hvað sízt þegar hin lögskipaða stofnun hefur synjað um leyfið. Hins vegar viðurkenni ég þörf þjóðgarðsins fyrir umrætt tæki og tel því heppilegasta lausn á þessu máli að vísa því til ríkisstj. með þeim óskum, að hún bregði skjótt við og veiti því góða fyrirgreiðslu.