25.11.1948
Efri deild: 19. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 299 í C-deild Alþingistíðinda. (3659)

3. mál, menningarsjóður

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Herra forseti. Mér skildist, að umr. yrði frestað og málið tekið til nánari athugunar, og er ekki vanþörf á því. En mér þykir rétt að vekja athygli n. á því, að svo er að sjá sem fram komi í greinargerð fyrir frv. nokkur misskilningur um tekjur og tekjumöguleika Menningarsjóðs. Þar er skýrt frá því, að tekjur Menningarsjóðs 1945 hafi verið röskar 107 þús. kr., og verður ekki annað ráðið en það muni haldast óbreytt, ef ekki verði gerðar lagabreytingar. Nál., sem lagt er fram, gerir engar athugasemdir við þetta, og skilst mér, að n. geri ekki ráð fyrir frekari tekjum að óbreyttum lögum. Mér hefur skilizt, að þetta hljóti að vera misskilningur og að tekjur Menningarsjóðs 1947, og framvegis hljóti að vera margfalt meiri en gert er ráð fyrir í greinargerð og jafnvel margfalt meiri en farið er hér fram á að tryggja sem lágmark, 1947 var samþ., að allar sektir skyldu innheimtar með vísitöluálagi. Og snemma á árinu 1948 ritaði fjmrh. öllum dómurum landsins og lagði fyrir þá að innheimta sektir með þessu fyrirkomulagi. Hafa því sektir fyrir brot á áfengislöggjöfinni þrefaldazt 1948 og tekjur.

Menningarsjóðs aukizt að sama skapi. Ég vil því biðja n. að athuga þetta atriði vel, og geri ég ráð fyrir, að tekjurnar séu meiri, en hér er gert ráð fyrir.