22.10.1948
Efri deild: 5. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (3675)

19. mál, útsvör

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Herra forseti.. Ég skal út af orðum hv. 1. þm. Reykv. geta þess, að mér er að vísu ekki nákvæmlega um það kunnugt, hvers vænta má frá mþn., sem starfað hefur að undirbúningi löggjafar um skattamál, eða hvenær megi eiga von á frv. frá n. Þó hygg ég eftir viðræður við nm., sem ég hef átt, að þess megi vænta mjög bráðlega, en það hefur nokkuð tafið upp á síðkastið, að hæstv. fjmrh. er veikur, eins og kunnugt er, og hefur n. ekki getað borið undir hann, sem þetta mál heyrir undir, ákveðið atriði, sem nm. vildu vita um, áður en þeir skiluðu af sér frv. Ég geri ráð fyrir, að það sé rétt, sem hv. 1. þm. Reykv. tók fram, að um einhvern ágreining kunni að vera að ræða innan n., er fjallað hefur um frv. til l. um tekju- og eignarskatt. En svo verður það hæstv. fjmrh., sem sker úr því á sínum tíma, hvernig hann vill leggja málið fyrir Alþ. En ég hef ástæðu til að ætla, að það þurfi ekki að dragast mjög lengi, að n. skili af sér til hæstv. ráðh., sem nú mun vera kominn á fætur og er að byrja að starfa, og eftir að n. hefur átt viðtal við hann, vænti ég þess, að hún geti fljótlega skilað af sér til hæstv. ráðh., og þykir mér líklegt, að ekki líði langur tími, þangað til hæstv. fjmrh. getur lagt frv. fyrir Alþ.