05.04.1949
Efri deild: 82. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í C-deild Alþingistíðinda. (3685)

91. mál, skipamælingar

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Það er ekki mikið, sem ég ætla að segja. Ég hefði kunnað betur við, að orðalag 4. brtt. væri lagað. Þar stendur: „enda sé landið bundið við þann samning“. Manni dettur í hug eins og sé verið að binda við hestastein. Ég hefði heldur viljað segja að binda ríkið við samninginn. Það má athuga þetta til 3. umr., hvort ekki er réttara að hafa öðruvísi orðalag, en þarna er. Ég vil benda n. á, að þetta er óviðkunnanlegt orðalag.