05.04.1949
Efri deild: 82. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í C-deild Alþingistíðinda. (3686)

91. mál, skipamælingar

Frsm. (Gísli Jónsson) :

Út af aths. hv. þm. Dal. um óviðkunnanlegt orðalag á 4. brtt. og betra væri, að þar stæði „ríki“, vil ég benda á, að í 15. gr. stendur: „Sama rétt sem alþjóðlegt mælibréf veitir mælibréf, sem grundvallað er á hinni svonefndu „ensku aðferð“ og gefið út í því landi, sem skip á heima í, áður en Oslóar-samningurinn kom til framkvæmda“. Ég skal athuga þetta, en ég skal upplýsa, að þetta orðalag er komið frá þeim mikla lögfræðingi, Einari Arnórssyni. Ég skal athuga þetta til 3. umr., og er þá rétt að taka 4. brtt. aftur.