25.11.1948
Neðri deild: 21. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (376)

2. mál, síldarbræðsluskip

Frsm. meiri hl. (Finnur Jónsson):

Herra forseti. Sjútvn. hefur nú athugað þetta frv., og er meiri hl. ásáttur um nál. á þskj. 116. Ég get í rauninni látið mér nægja að vísa til nál., sem er allýtarlegt, og þeirra fylgiskjala, sem prentuð eru með því. Ég vil geta þess, að prentvilla er í nál., þar sem stendur, að skipið sé í „flokki“ A“ á að vera „flokki A 1.“ — Nm. töldu það nokkuð vafasamt að leyfa innflutning á svo gömlu skipi, en þar sem sérstakur kunnáttumaður um skipasmiði, Ólafur Sigurðsson skipaverkfræðingur, var hafður með í ráðum, skipið var í góðum skipaskoðunarflokki og aðeins ætlað til síldarvinnslu í höfnum, taldi n. rétt að samþ. frv. óbreytt. Hv. þm. Siglf. hafði nokkra sérstöðu, og mun hann efalaust gera hér grein fyrir afstöðu sinni.