22.04.1949
Efri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í C-deild Alþingistíðinda. (3776)

138. mál, eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana

Forseti (BSt):

Ég tek það fram, að sá hv. þm., sem hv. 1. þm. N-M. mun eiga við, hefur nú ekki beinlínis fjarvistarleyfi, því að hann var vestur á Ísafirði og sendi símskeyti um að fá fjarvistarleyfi. Svar hef ég ekki sent honum. (PZ: En ekki svar um, að hann ætti að koma.) Ekki heldur, en hann fór án fjarvistarleyfis til Ísafjarðar. Og það gæti orðið tafsamt að bíða eftir einstökum þm. með atkvgr. um mál. Og með fjarvist væri þá hægt, ef bíða ætti ávallt eftir þm. með afgreiðslu mála, að koma málum fyrir kattarnef, bara með fjarvistum frá þinginu. Og ég held, að það sé sjaldan, því miður, sem hver einasti þm. er viðstaddur á þingfundi hér.