25.04.1949
Efri deild: 88. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 385 í C-deild Alþingistíðinda. (3789)

138. mál, eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég vildi einungis bera fram fyrirspurn um það, hvort ekki væri hægt að fá 2. tölul. brtt. á þskj. 567 borinn upp í tvennu lagi, þannig að fyrst verði bornar upp tvær fyrstu setningarnar út að orðunum: „Nú ræður forstöðumaður fólk ....“ Síðan sú setning út af fyrir sig; og loks síðasta setningin, eða önnur málsgr. tölul., út af fyrir sig.

Brtt. þessi fjallar um mörg mismunandi atriði og er eðlilegt, að dm. eigi kost á að greiða um þau atkv. hvert í sínu lagi.