28.04.1949
Efri deild: 90. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 412 í C-deild Alþingistíðinda. (3845)

157. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Frsm. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur athugað þetta frv. um breyt. á l. um bifreiðaskatt og orðið sammála um að mæla með því, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir. Það, sem um er að ræða í þessu frv., er, að lækkunarákvæði í 4. gr. l. verði einnig látin ná til bifhjóla eins og til annarra bifreiða, og í öðru lagi, að greiðsluskyldan verði gerð nokkru fyllri en áður, eins og segir hér í aths. frv., og er það nauðsynlegt vegna tíðrar vanrækslu á tilkynningum um eigendaskipti: — Þriðja breyt. er sú, að lagt er til, að lögveð í bifreiðunum sé ekki aðeins fyrir bifreiðaskattinum, heldur og fyrir vátryggingariðgjaldi ökumanns og skoðunargjaldi.

Þykir eftir atvikum rétt að fallast á þessar breyt. á þessum lögum. Og tel ég ekki ástæðu til að tala neitt fyllra fyrir málinu.