28.04.1949
Efri deild: 90. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 414 í C-deild Alþingistíðinda. (3850)

157. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Þorsteinn Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég játa, að það atriði, sem ég hef talað hér um, sé ekki svo mikilvægt, að það megi ekki samþ. þetta frv. til 3. umr. En ef ég geri það, þá samþ. ég það aðeins til 3. umr., því að ég er ekki enn búinn að átta mig á því, hvort hæstv. ríkisstj. hefur fylgzt með þessu, að þetta er tekjuskerðing á þessu ári fyrir ríkissjóð. — En ég áskil mér rétt til þess að breyta um afstöðu gagnvart þessu atriði frv., ef ég að fengnum upplýsingum verð að skipta um skoðun á því atriði frv., sem mér er ekki fullljóst enn sem komið er.