02.05.1949
Efri deild: 92. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 416 í C-deild Alþingistíðinda. (3856)

157. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég hef nú sannast að segja ekki haft rétt gott tækifæri til að kynna mér þær brtt., sem hér um ræðir, en ætla, að það þyrfti ekki að verða þessu máli til trafala, þó að það væri tekið út af dagskrá og n. athugaði þær till., sem fram hafa komið, því að vel getur komið til mála, að menn verði ásáttir um að gera einhverja breyt. á frv. eins og það var lagt fram. Formaður fjhn. er fús til að taka málið til nýrrar athugunar eftir síðustu orðum hans að dæma, og teldi ég þann hátt rétt á hafðan, að bæði n. og við fleiri fengjum að athuga málið utan fundar.