31.01.1949
Efri deild: 51. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 263 í B-deild Alþingistíðinda. (402)

2. mál, síldarbræðsluskip

Forseti (ÞÞ):

Það geta engin þingstörf gengið með því móti, að þeir, sem eiga að tala í málunum, fyrirfinnist ekki, þegar til á að taka. Vill ekki hv. tillögumaður gera svo vel að síma heim til frsm. meiri hl. og vita, hvað hann segir. — Þar sem meiri hl. n. hefur nú fundið frsm. sinn, en hann er ekki tilbúinn í bardagann fyrr en eftir 10 mínútur, þá verður fundi frestað í 10 mínútur. — [FundarhIé.]

Þá verður fundi haldið áfram. Ég sé, að hv. frsm. meiri hl. n. er ekki enn kominn, þótt boð hefðu borizt frá honum, að hann yrði kominn fyrir þennan tíma. Ég held, að það mætti fresta öllum umræðum til 3. umr., þegar þannig stendur á, og að menn geti geymt sér allt málróf þangað til.