01.02.1949
Efri deild: 52. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 286 í B-deild Alþingistíðinda. (414)

2. mál, síldarbræðsluskip

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson):

Af ræðu v. hv. 1. landsk. var svo að skilja, að ég væri ekki með þeim ráðstöfunum eða tilraunum, sem hér er um að ræða. En það, sem ég vildi, þegar þetta mál var fyrst til umræðu hér, það var að rasa ekki um ráð fram.

Hv. þm. er kunnugt um, að ef skip uppfyllir ekki þær kröfur, sem gerðar eru til skrásetningar, þá er það tekið út úr skránni, en þá útilokar það samt ekki möguleika á því, að hægt sé að flytja það milli hafna og jafnvel láta það veiða síld yfir sumartímann, það eru mörg dæmi þess. En þetta skip átti aldrei að fara inn á skipaskoðunina. Ef brbl. eru felld, þá er það fallið úr skipaskránni og tel ég það sæmandi, að þetta fari ekki inn á skipaskrá íslenzkra skipa.