07.02.1949
Efri deild: 55. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 588 í C-deild Alþingistíðinda. (4222)

82. mál, vátryggingarfélög fyrir fiskiskip

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Ég vildi mælast til þess við hæstv. forseta, að hann tæki þetta mál út af dagskrá í bili. Ég er flm. að því, og er því ekki um að sakast fyrir aðra, þótt dráttur verði á afgreiðslu málsins. En af því að ég hef verið fjarverandi vegna lasleika, vildi ég hafa ráðrúm til þess að athuga, hvað í dagskránni felst, sem meiri hl. n. hefur flutt, en tíma til þess hef ég ekki haft.