01.02.1949
Neðri deild: 56. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í B-deild Alþingistíðinda. (436)

17. mál, kjötmat o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að spyrjast fyrir um það hjá hv. landbn., hvort ekki sé að vænta brtt. frá n. við þetta frv. Ég hafði rætt við frsm. n. um atriði, sem ég taldi, að þyrfti að breyta, og skildist mér á honum, að von væri á brtt. frá n. við þau atriði.