02.02.1949
Sameinað þing: 35. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 84 í D-deild Alþingistíðinda. (4363)

22. mál, landbúnaðarvélar

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Mér var gefinn kostur á að mæta á f. hjá allshn. í morgun og ræða við hana um málið. Þá fékk ég þá skýringu á till., að hún mundi geta rúmazt innan takmarkana innflutningsáætlunar fjárhagsráðs. Ef svo er, er ég henni samþykkur. En fari hún fram á aukin gjaldeyrisútlát umfram innflutningsáætlunina, þá er ég þess ekki hvetjandi, að hún verði samþ. — fremur en varðandi jeppana, enda tek ég fram, að þegar fullnægt hefur verið þörfinni á jarðræktarvélum, þá er hægt að flytja aðrar vélar inn. Með þeim skilningi get ég látið athugasemdalaust og afskiptalaust um afgreiðslu málsins.