29.03.1949
Sameinað þing: 58. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 94 í D-deild Alþingistíðinda. (4396)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Forseti (JPálm ) :

Út af kæru hv. 2. þm. S-M., þá er það augljóst, að hér hefur átt sér stað mjög leiðinlegur misskilningur. En eins og öllum er kunnugt, þá var ákveðið, að hver þingmaður skyldi fá 3 aðgöngumiða að áhorfendapöllunum, til þess að forðast þrengsli, því að vitað var, að mikil aðsókn yrði að þeim þessa daga. Nú hefur skeð það leiðinlega atvik, að þessi hv. þm. hefur verið af misgáningi hindraður í að komast inn í húsið, þar sem varðmenn þekktu hann ekki og hafa haldið, að hann væri einn hinna mörgu, sem sóttu eftir að komast á áhorfendapallana, en ekki höfðu miða, og bið ég hann afsökunar á þessum misskilningi, því að sjálfsögðu var ekki meiningin, að þingmenn né starfsfólk þingsins þyrftu að hafa neitt aðgöngukort venju fremur.