29.03.1949
Sameinað þing: 58. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í D-deild Alþingistíðinda. (4417)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Mér er kunnugt um, að það er beitt þvingunum við hæstv. forseta þingsins af hálfu stjórnarflokkanna til þess að skera niður umræður, af því að stj. leggur æðislegt kapp á að flýta afgreiðslu þessa máls. Ég mótmæli þessu, að þingmenn séu sviptir þannig rétti sínum og málfrelsi. Ef á að fara að skera niður umræður, er það misbeiting á forsetavaldinu.