30.03.1949
Sameinað þing: 59. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 206 í D-deild Alþingistíðinda. (4474)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Dómsmrh. (Bjarni Benediktsson):

Síðasti ræðumaður beindi til mín þeirri fyrirspurn, hvort ég vildi lesa upp hinn munnlega fyrirvara. Hann er að efni til eins og ég lýsti hér á gær og eins og kemur fram í nál. meiri hl. utanrmn. Varðandi Keflavíkursamninginn er það að segja, að ég tel mun meiri líkur til, að hægt sé að komast að samkomulagi um það efni, þegar þessi samningur hefur verið gerður. En raunar þarf til þess samning milli ríkjanna, eins og kom fram hjá hv. þm., og við erum því ekki einir um það mál.