30.03.1949
Sameinað þing: 59. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í D-deild Alþingistíðinda. (4482)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Katrín Thoroddsen:

Herra forseti. Í framsöguræðu minni hélt ég því fram, að Alþingi hefði ekki nokkurn rétt til að ráða til lykta máli sem þessu. Öll meðferð málsins hér í þinginu hefur enn á ný sannfært mig um það, að ég hafi haft á réttu að standa. Það vald, sem meiri hl. þingsins er hér að beita, er ofbeldið eitt. Ég mótmæli enn á ný þessum samningi og lýsi samþykkt hans ólög og markleysu eina, og ég lýsi um leið sök á hendur þeim, sem hann samþykkja.