30.03.1949
Sameinað þing: 59. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í D-deild Alþingistíðinda. (4483)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Það eru 3 mínútur. Mér hafa komið í hug 3 atburðir. Árið 1262 er sjálfstæði landsins glatað. Árið 1662 er einræðið viðurkennt. Árið 1949 er hlutleysi landsins glatað. Þá er þjóð vor gerð að stríðsaðila. Þjóð vor glatar sjálfstæði sínu á hörmulegri hátt, en nokkurn tíma áður. Ég mótmæli. Ég undirstrika, að hér er í dag framin lögleysa. Því er öll sú gerð, sem nú er gerð, markleysa. Þetta er lögleysa. Ég mótmæli enn.