30.03.1949
Sameinað þing: 59. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í D-deild Alþingistíðinda. (4493)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég fæ ekki séð, að till. geti staðizt, því að í fyrstu línu þáltill. er gert ráð fyrir því, að Ísland gerist stofnaðili bandalagsins, en nú er ekki lagt til að breyta þessu, heldur er farið fram á, að þjóðaratkvgr. fari fram um það, hvort við eigum að gerast aðilar. Þar sem stofndagur bandalagsins er 4. apríl n. k., þá er það sýnt, að ekki er hægt að fá þjóðaratkvæði fyrir þann tíma. Þess vegna er ég till. andvígur og segi nei.

Brtt. 514 felld með 38:11 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: HermG, KTh, LJós, PZ, SigfS, SG, StgrA, ÁkJ, ÁS, BrB, EOl.

nei: HB, HelgJ, IngJ, JóhH, JJós, JG, JS, JJ, JörB, LJóh, ÓTh, PÞ, PO, SB, SEH, SK, SÁÓ, SkG, StJSt, StSt, StgrSt, ÞÞ, ÁÁ, BG, BSt, BÁ, BBen, BK, BÓ, EE, EmJ, EystJ, FJ, GJ, GÍG, GTh, HÁ, JPálm.

HV, HermJ, GÞG greiddu ekki atkv.

1 þm. gerði grein fyrir atkv.: