31.03.1949
Sameinað þing: 60. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 229 í D-deild Alþingistíðinda. (4518)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins lýsa yfir því, að þau svör, sem ég gaf áðan hv. þm. Siglf., voru gersamlega rangfærð aftur af honum, sjálfsagt í þeim tilgangi einum, að svo skyldi standa í þingtíðindum, og vil ég ekki láta ómótmælt útúrsnúningum hans. Lögreglustjóri á sízt skilið það ámæli, sem hann hefur hér fengið. Hann gerði allt, sem í hans valdi stóð til að varðveita þinghelgina, og sömuleiðis þeir menn, sem stóðu hér sem skotmark óaldarlýðs, sem kastaði hér að þinghúsinu grjóti og fúleggjum úr Kron. Þeir eiga ekki útskit skilið, heldur heiður og þökk.