31.03.1949
Sameinað þing: 60. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í D-deild Alþingistíðinda. (4523)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Ég vil segja örfá orð út af þessari ræðu hv. 3. landsk. Hér stendur hv. þm. upp úr öðrum flokki en kommúnistafl. Hvert er erindi hans? Hvert er markmiðið? Að koma þeirri skoðun inn, að ríkisstj. eigi sök á óeirðunum. Hann hneykslast ekki á árásinni og grjótkasti á þingmenn, heldur kennir lögreglunni um, sem lét grýta sig aðgerðalaus og stórmeiða, þangað til koma þurfti þingmönnum heim. Öll ræða hv. þm. beindist að því að afsaka kommúnista, og ræðan var hv. þm. ekki, samboðin.