09.02.1949
Efri deild: 56. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 299 í B-deild Alþingistíðinda. (455)

17. mál, kjötmat o.fl.

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. Það er rétt, að ég var fjarverandi, þegar n. fjallaði um frv. Ég vildi því aðeins kveðja mér hljóðs til þess að láta í ljós, að ég hef ekki skap í mér til annars en að ljá jákvæði mitt þessu bráðabirgðaákvæði, enda ekki ætlazt til þess, að það verði nema fyrst um sinn. Ef það verður notað til frambúðar, þá má búast við því, að óvandir menn noti sér það á allan hátt. Ég get því fallizt á ummæli hv. 1. þm. N–M., þó að þær aðstæður geti verið fyrir hendi, að ósanngjarnt geti verið að neita mönnum um þennan rétt, og er það sú ástæða sem veldur því, að ég er nú með bráðabirgðaákvæðinu.