18.05.1949
Sameinað þing: 78. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 268 í D-deild Alþingistíðinda. (4584)

211. mál, launabætur til opinberra starfsmanna

Eiríkur Einarsson:

Ég geng þess ekki dulinn, að launakjör starfsmanna ríkis og bæja, sem hér er um að ræða, eru mjög misjöfn, þannig að ég ætla, að sumir þurfi uppbótarinnar ekki með, en aftur eru aðrir, sem nauðsyn er fyrir að fá einhverja launahækkun eða uppbót. Þótt ég nú viti, að erfitt er að setja mörkin milli þeirra, sem uppbót eiga að fá, og hinna, sem ekki þurfa hennar, þá veiti ég ríkisstj. þessa heimild í trausti þess, að hún verði aðeins veitt þeim, sem hennar þurfa, og segi því já.