27.01.1949
Sameinað þing: 33. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 342 í D-deild Alþingistíðinda. (4617)

112. mál, mænuveikivarnir

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Ég ætla mér ekki, eins og ég tók fram áðan, að tefja þessar umr. lengur. En það kemur glöggt fram í ræðu hv. flm., að hann hefur ekki komið auga á, hvað gera ætti, en samt fer hann fram á það, að þingið taki málið í sínar hendur. Ef hv. þm. vissi það, þá átti till. að vera um það, en það er hún ekki. Hún er um það, að þingið fyrirskipi aðgerðir í málinu, en ótiltekið hverjar. Ef þingið ætlar að taka þetta að sér, þá verður það að segja, hverjar ráðstafanir það ætlar að gert. Flm. hefur enga till. um þetta, hann hefur ekki gert sér neina grein fyrir því. Hann hefur ekki svarað því, hvort Rvík eigi að beita samgöngubanni. Það er auðséð, af hvaða rótum þetta er runnið, og tel ég nægilegt að benda á þetta. En ég hef farið eftir ráðum þeirra sérfræðinga, sem stj. hefur á að skipa.