23.11.1948
Sameinað þing: 20. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 444 í D-deild Alþingistíðinda. (4703)

48. mál, réttindi Íslendinga á Grænlandi

Flm. (Pétur Ottesen):

Ég heyri, að dómsmrh. ætlast ekki til, að neitt sé gert í þessu máli fyrr en fyrir liggur álit þessarar nefndar, og vildi ég spyrja ráðh., þó að hann eigi máske erfitt með að svara: Eru líkur til þess, að það álit geti legið það snemma fyrir, að Alþ. geti afgr. málið frá sér? Dómsmrh. segir Alþ. náttúrlega ekkert fyrir um þetta, en eðlilegt væri, að samstarf tækist milli ráðh. og Alþ. um þetta mál. Ég vil því spyrja hann: Eru líkur til þess, að þetta álit geti legið það snemma fyrir, að Alþ. geti á grundvelli þess tekið ákvarðanir um málið, áður en setu þess er lokið nú á þessum vetri?