07.02.1949
Efri deild: 55. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 301 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

36. mál, útflutningur og innflutningur á íslenskum og erlendum gjaldeyri

Forseti (ÞÞ):

Ég get orðið við ósk hv. þm. að taka málið af dagskrá. En þar sem sérstaklega hefur orðið langur dráttur á afgreiðslu málsins í n., sem þessi hv. þm. á sæti í, þá geri ég ráð fyrir því, að það verði ekki dregið lengur en til næsta fimmtudags að afgr. málið hér í d. Þar sem hv. þm. er form. þeirrar n., þá mætti ætla, að hann reyndi að fá afgreiðslu þessa frv. sem allra fyrst.