25.02.1949
Sameinað þing: 44. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 560 í D-deild Alþingistíðinda. (4820)

73. mál, Kaldaðarnes í Flóa

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Það kom hljóð úr horni hv. þm. S-Þ. Og það fór vel á því, að þetta mál, sem byrjaði sem hvísl fyrir ári síðan, endaði í horninu, þar sem það hófst. Hv. þm. kallaði mig aðstoðarþm. N-Ísf. Ég held nú, að hann ætti að líta sér dálítið nær. Og öllu skuldugri mun þessi hv. afsláttarþm. íhaldsins í landinu vera því fyrir þingsetu sína, en ég er Framsfl.