17.05.1949
Neðri deild: 112. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í D-deild Alþingistíðinda. (4968)

194. mál, óeirðirnar 30. marz 1949

Forseti (BG):

Mér hefur borizt rökst. dagskrá frá þremur hv. þdm., svo hljóðandi:

„Þar eð alþm. voru sjónarvottar að óspektunum við alþingishúsið hinn 30. marz s. l. og er því öllum ljóst, hverjir sök áttu á þeim, og málið auk þess er í rannsókn hjá sakadómara, telur neðri deild Alþingis tillögu þessa tilefnislausa og lætur í ljós undrun sína yfir flutningi hennar, jafnframt og hún átelur málflutning þm. Siglf. í grg. till., og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.

Finnur Jónsson, Halldór Ásgrímsson, Sigurður Kristjánsson.“

Ég býst ekki við, að tóm gefist eða ástæða sé til mikilla ræðuhalda, því að ljúka á deildarstörfum í dag, og mun þetta verða síðasti fundur d. (SigfS: Ég mundi verða að halda langa ræðu um þessa till.) Fundi er frestað. Svo sjáum við, hverju fram vindur. — [Fundarhlé.]