03.12.1948
Neðri deild: 26. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (503)

10. mál, lóðasala í Reykjavík

Frsm. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Þetta er ekki stórt mál, sem hér er um að ræða, frv. um sölu tiltekinnar lóðar í bænum, sem virðist standa þannig á um, eftir því sem n. hefur kynnt sér málið, að ekkert sé þessu til fyrirstöðu. Þessi lóð mun hafa verið gerð að byggingarlóð 1926 og þá gerð að eign ríkissjóðs. En eins og fram er komið í aths. við frv. hæstv. ríkisstjórnar, var búið að lofa þeim, sem hafði farið fram á að fá þessa lóð, að honum yrði seld þessi lóð, með bréfi dómsmrn., dags. 20. sept. 1944. — N. leit svo á, að þegar þetta skriflega loforð lá fyrir frá ráðh., þá eftir atvikum vildi hún ekki setja sig á móti því, að þetta frv. næði fram að ganga, og er samþykk því eftir atvikum, eins og segir í nál.