03.12.1948
Neðri deild: 26. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (504)

10. mál, lóðasala í Reykjavík

Finnur Jónsson:

Herra forseti. Ég hef skrifað undir þetta nál. með fyrirvara, vegna þess að ég tel ákaflega vafasamt, að það geti verið helmild fyrir því, að einstakir ráðherrar geti ráðstafað fasteignum ríkisins án lagaheimildar, og það því fremur sem hér var um utanþingsstjórn að ræða. Hins vegar hefur núverandi hæstv. dómsmrh. borið fram þetta frv. til staðfestingar á því sem fyrrverandi ráðh. hefur gert, og vil ég því ekki eftir atvikum leggjast á móti þessu frv., þó að ég telji, að heimildir til slíks, að selja fasteignir ríkissjóðs án þess að leita til þess lagaheimildar, séu að öllu leyti mjög vafasamar.