10.11.1948
Sameinað þing: 15. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í D-deild Alþingistíðinda. (5056)

906. mál, menntaskólakennsla í Laugarvatnsskóla

Menntmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það voru aðeins örfá orð út af því, sem hv. 4. þm. Reykv. sagði síðast. Hann taldi, að þessi tilraun væri varhugaverð, ef ekkert væri bætt úr vandræðum menntaskólans í Reykjavík. Ég vil taka undir það með honum, að nauðsynlegt er að bæta húsakost skólans í Reykjavík. Það mál er ekki gleymt, þó að það hafi litið gengið, og er nú í athugun hjá ráðuneytinu. Ég vonast því til, að skriður fari að komast á það. Í ráðuneytinu er fullur skilningur á því, að bæta þarf þar úr. Það, sem fram kom hjá hv. þm. viðvíkjandi byggingu Laugarvatnsskóla, er á misskilningi byggt. Kostnaðurinn er áætlaður 5.7 millj. kr., þegar allt er komið í bezta stand, en það verður langt þangað til byggingin verður komin í það horf.